Ein velta í viðbót og einhver hefði dáið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2013 12:45 Bíllinn sem Gunnar og félagar óku. Mynd/Haraldur Dean Nelson Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram. Íþróttir MMA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson var hætt kominn þegar bíll sem hann var farþegi í rann til á ísilögðum Þjórsárdalsvegi í Gnúpverjahreppi á dögunum. Bíllinn fór fjórar veltur áður en hann lenti úti í á. Sem betur fer fyrir Gunnar og þrjá vini hans lenti bíllinn á hjólunum og á grunnum stað í ánni. „Við vorum í óvissuferð og vorum á auðum vegi. Allt í einu tókum við beygju við lítið fjall og fundum að við vorum komnir á klaka,“ segir Gunnar í viðtali við útvarpsþáttinn The MMA hour. „Fallið var mikið og hallinn sömuleiðis og við byrjum að fara niður brekkuna. Bíllinn velti líklega fjórum sinnum en sem betur fer lenti hann á dekkjunum,“ segir Gunnar. Hann telur að fallið hafi líklega verið á bilinu 30 til 50 metra hátt.Vegurinn þar sem Gunnar og félagar fór útaf.Mynd/Instagram„Ég man að ég sá ána og hugsaði þegar við bíllinn byrjaði að veltast: Bara ekki í ána og ekki lenda á hvolfi,“ segir Gunnar sem man vel augnablikið fyrir rúmri viku. „Augu mín voru galopin og ég horfði til beggja hliða,“ segir Gunnar sem sat í farþegasætinu. Æskuvinur Gunnars sat við stýrið en bardagakappinn Þráinn Kolbeinsson var í aftursætinu ásamt öðrum góðum vini. „Ég reyndi meira að segja að opna dyrnar í síðustu veltunni en hún var föst,“ segir Gunnar. Þeir félagar trúðu ekki heppni sinni þegar þeir höfnuðu á grunnum stað í ánni og bíllinn á hjólunum. „Við skriðum út um gluggana. Vatnið var ekki djúpt og straumurinn ekki mikill á þessum stað,“ segir Gunnar en bendir á að afar litlu hafi munað. Áin hafi verið mun dýpri bæði rétt ofar í henni og sömuleiðis neðar. Þar var straumurinn einnig mun meiri. „Einn metri í viðbót og þá hefði þetta verið erfitt. Þá hefðum við rúllað aftur og lent á hvolfi. Þá hefðu ekki allir komist lífs af. Ekki séns.“Mynd innan úr bílnum. Þakið í farþegasætinu þar sem Gunnar sat féll saman.Gunnar segir vatnið hafa verið mjög kalt, eðlilega, enda hafi verið um jökulá að ræða. Hann þakkar fyrir að þeir félagar voru allir í bílbelti. Stundin var skrýtin þegar þeir voru komnir upp á bakkann. „Við spurðum hver annan hvort þeir væru í lagi. Svo eftir mínútu byrjuðum við bara að hlæja og grínast. Okkur var létt að við vorum á lífi,“ segir Gunnar. Þeir félagar voru ekki einir á ferð heldur í teymi þriggja bíla. Einn var á undan þeim og annar á eftir. „Bíllinn á undan okkur hefur líklega ekið hægar en við. Hann rann áfram á veginum en hafnaði ekki í ánni. Þeir tóku upp símann til að hringja í okkur og vara okkur við. Um leið sáu þeir í baksýnisspeglinum okkur renna útaf veginum.“Óvissuferðalangarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku.Gunnar segir líðan sína góða. Hann hafi sloppið með minniháttar meiðsli á hönd og olnboga. Þráinn hafi fengið gler í augað sem hafi verið fjarlægt á spítala. Hann sé í góðu lagi í dag. „Ég er bara feginn að ekki fór verr. Þú byrjar að fara yfir atvikið í huganum og hugsa hvað hefði verið hægt að gera betur bæði á meðan bílnum var ekið og svo eftir að hann byrjaði að rúlla.“ Eftir aðhlynningu á Selfossi náðu Gunnar og félagar aftur í skottið á vinum sínum í óvissuferðinni í Hveragerði þar sem bjórkynning fór fram.
Íþróttir MMA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira