Innlent

Snjómokstur tryggður á Suðvestuhorninu

Gissur Sigurðsson skrifar
Vegagerðin mun í dag ná að ganga frá samningum við nokkra verktaka um að annast snjómokstur og aðra vetrarþjónustu á þjóðvegum á Suðvesturhorninu, eftir að verktakinn, sem hefur annast þessa þjónustu, sagði sig fyrirvaralaust frá samningi um það fyrir nokkrum dögum.

Var því úr vöndu að ráða þar sem ýmsan sérbúnað þarf til verksins. Að sögn Bjarna Stefánssonar hjá Vegagerðinni tókst  með snarræði að útvega þá tíu til fimmtán öflugu vörubíla, sem þurfa til verksins og snjótennur, eða plóga, framan á þá. Einnig nægilega mörg saltdreifitæki á palla þeirra, þannig að full vetrarþjónusta verður á þessum vegum strax og á þarf að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×