Innlent

Obama vill nýjan sendiherra á Íslandi

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mynd/afp
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt tvo stuðningsmenn sína sem sendherra. Annar þeirra verður sendiherra á Íslandi, hinn á Nýja-Sjálandi.

Í frétt Washinton Post segir að Robert Barber verði næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Mark Gilbert, fyrrum leikmaður hafnaboltaliðsins Chicago White Sox, verði sendiherra á Nýja-Sjálandi.

Báðir voru þeir meðlimir í fjáröflunarteymi forsetans fyrir síðustu kosningabaráttu hans. Washington Post segir að þeir hafi safnað meira en 500 þúsund dollurum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Obama gerir stuðningsmenn sína að sendiherrum. Fyrr á þessu ári voru stuðningsmenn hans gerðir að sendiherrum meðal annars í Suður-Afríku, Danmörku, á Spáni og í Þýskalandi.

Luis Arreaga hefur verið sendiherra hér á landi síðustu ár, en er nú að láta af embætti.

Frétt Washington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×