Innlent

"Dagur er líka svo væminn“

Kristján Hjálmarsson skrifar
Tvíhöfði snéri aftur í útvarp í dag. Þessi mynd var tekinn árið 2004.
Tvíhöfði snéri aftur í útvarp í dag. Þessi mynd var tekinn árið 2004.
Gríðarleg spenna ríkir nú um hvort Jón Gnarr muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn. Jón var búinn að lýsa því yfir að hann myndi opinbera ákvörðun sína í útvarpsþættinum Tvíhöfða sem sendur er nú út á Rás 2.

Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson kunna þá list að halda hlustendum spenntum því það sem af er liðið af þættinum koma þeir regluega inná hver pólitísk framtíð þess fyrrnefnda verður en snúa svo alltaf út úr.

Sigurjón spurði meðal annars hvort útvarpið eða borgarstjórastólinn væri betri. Jón sagði að það væri eins og að bera saman banana og appelsínu. Banani væri fitandi en ekki appelsína. Því næst bar Jón samstarf sitt og Dags B. Eggertssonar saman við samstarf John Lennon og Paul McCartney í Bítlunum.

„Dagur væri þá Paul McCartney," sagði Jón Gnarr og Sigurjón bætti við. „Hann er líka svo væminn.“

Þátturinn stendur yfir til klukkan 12.00 og er fastlega búist við því að Jón muni tilkynna ákvörðun sína fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×