Innlent

Framkvæmdir á útisundlaug við Sundhöllina að hefjast

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sundhöllin í Reykjavík.
Sundhöllin í Reykjavík. Mynd/Vilhelm
Hefja á framkvæmdir við útisundlaug við Sundhöll Reykjavíkur á næsta ári. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er áætlað að verja 150 milljónum til verkefnisins á næsta ári en alls mun framkvæmdin kosta 900 mkr. til ársins 2016. Úrslita í hönnunarsamkeppni um það mannvirki er að vænta bráðlega.

Reykjavíkurborg mun fjárfesta fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á næsta ári en mörg stór verkefni eru framundan hjá borgaryfirvöldum.

Endurgerð Hverfisgötu verður kláruð en í það fara 400 milljónir. Alls munu 550 milljónir króna fara í endurbætur gatna í Miðborginni en gerðar verða gagngerar endurbætur á Pósthússtræti fyrir 100 mkr. frá Austurstræti að Hörpu.

Þá eru 150 milljónir áætlaðar til endurbóta á Hofsvallagötu á næsta ári en þar stendur til að koma fyrir nýjum hjólastígum og hægja á umferð frá Túngötu að Ægissíðu.

1,7 milljarður í hjólastíga næstu fimm árin

Verja á 350 mkr. til nýrra hjólastíga á næsta ári. Næstu fimm ár verður varið 350 mkr. á ári til nýrra stíga og endurbóta á hjólastígakerfi borgarinnar. Alls nema þessar framkvæmdir 1.750 mkr. á næstu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×