"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 11:59 Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri í vor. Mynd/GVA „Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
„Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira