Enski boltinn

Bók Ferguson slær sölumet

Ferguson með bókina sína.
Ferguson með bókina sína.
Þó svo Sir Alex Ferguson sé hættur að vinna titla með Man. Utd þá er hann alls ekki hættur að setja met. Ævisaga hans er seld í bílförmum þessa dagana.

Alls voru seld rúmlega 115 þúsund eintök af bókinni hans fyrstu vikuna sem hún var í sölu. Það er mesta sala sögunnar á ævisögu í Bretlandi. Engin bók hefur selst eins mikið fyrstu vikuna.

Ferguson sló mörgum bókum við eins og bók Tony Blair sem seldist í 92 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Bók David Beckham fyrir tíu árum síðan seldist í 86 þúsund eintökum á sama tímabili.

Knattspyrnubækur hafa ekki þótt seljast nógu vel og síðasta bók Wayne Rooney seldist aðeins í 5.000 eintökum fyrstu mánuðina.

Það er aftur talsvert meiri áhugi á Ferguson sem skrifaði hreinskilna bók þar sem hvergi er dregið undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×