Innlent

Ákvörðun Varðar um að kjósa sex frambjóðendur umdeild

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Óttar Guðlaugsson, formaður Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, segir það vera ákvörðun í hvert skipti hversu marga skuli kjósa í prófkjöri.
Óttar Guðlaugsson, formaður Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, segir það vera ákvörðun í hvert skipti hversu marga skuli kjósa í prófkjöri.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins verður aðeins hægt að kjósa sex frambjóðendur.Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Samkvæmt heimildum Vísis er þessi ákvörðun nokkuð umdeild innan flokksins og hún hefur verði gagnrýnd.

Óttar Guðlaugsson, formaður Varðar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, segir það vera ákvörðun í hvert skipti hversu marga skuli kjósa í prófkjöri. Þetta sé ekki alltaf eins milli prófkjöra.

„Þetta er ákvörðun sem yfirkjörstjórn tekur í hvert skipti. Það er líka yfirstjórnar að ákveða hversu mörg sæti verða birt. Ég efast stórlega um að einungis sex efstu sætin verði birt,“segir Óttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×