Innlent

Allt í snjó á Akureyri

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Það er jólalegt á Akureyri þessa stundina.
Það er jólalegt á Akureyri þessa stundina. Mynd/Margrét Andrésdóttir
Akureyri er hvít um að litast þessa stundina en þar féll í dag nokkur snjór.

Veðurstofan spáir nokkuð hvössum vindi fyrir norðan í kvöld, 13-23 metrum á sekúntu og frekari snjókomu. Mun hægara mun þó verða á morgun en stöku él og hiti um eða undir frostmarki.

Það heldur síðan áfram að snjóa á föstudag og laugardag samkvæmt spám og búast má við allt að 11 stiga frosti fyrir norðan á mánudag.

Hjá Vegagerðinni er varað við hvössu veðri, blint með köflum og ofankomu fram á nótt á fjallvegum norðvestantil, eins og á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og víðar. Eins verði talsverður bylur á Austurlandi ofan um 200 m hæðar og versnandi veður á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×