Innlent

Dónalegt jólaskraut úr sölu í Danmörku

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Uppstillingin fór fyrir brjóstið á Dönum.
Uppstillingin fór fyrir brjóstið á Dönum. Mynd/Ekstra Bladet
Þrátt fyrir að storminn í Danmörku á mánudaginn hafi lægt þá er engin lognmolla í kringum verslanirnar Coop. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum jólaskreytingar sem keðjan hefur til sölu, sem fór fyrir brjóstið á einhverjum Dönum.

Um er að ræða jólasveina með einhvers konar álfa eða barn hangandi framan á sér og segir í frétt Ekstra Bladet að ekki þurfi mikið ímyndunarafl til að telja um eitthvað annað en saklaust jólaskraut sé að ræða.

Svo mikil var hneykslan viðskiptavina búðanna að skrautið hefur verið tekið úr sölu.

Haft er eftir talsmanni Coop, Jens Juul Nielsen, að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gríðarlega gagnrýni á Facebook síðu keðjunnar. Þau hafi ekki getað ímyndað sér að skrautið yrði litið þessum augum.

Þau sjái það út úr skreytingunni að um sé að ræða lítinn strák sem teygi sig upp í gjöf sem jólasveinninn haldi fyrir ofan höfuð hans.

Dæmi svo hver fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×