Innlent

Hrekkjavaka, íslenskir þjóðhættir og draugahús

MLÞ skrifar
Hátíðin í núverandi mynd verður sífellt meira áberandi hér á landi og á því eru skiptar skoðanir.

Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, leiddi okkur í allan sannleikann um hátíðina sem ku hafa verið haldin hér á árum áður, með margt ólíku sniði, áður en kirkjan tók hátíðina, kristnaði og hún færðist vestur um höf.

Árni segir það hafa verið Skota og Íra sem tóku hátíðina með sér til Bandaríkjanna. Þar hafi hún orðið markaðsöflum að bráð.

Árni fagnar því þó að teknir séu upp nýjir hátíðisdagar hér á landi. En segir jafnframt að mikilvægt sé að gleyma ekki þeim gömlu.

Í tilefni dagsins var draugahús opnað í skemmtigarðinum í Smáralind og við skelltum okkur að sjálfsögðu inn.

Svaðilförina má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×