"Þrælkun er til staðar á Íslandi" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. október 2013 18:45 Samkvæmt nýrri skýrslu Walk Free Foundation er Ísland meðal tíu landa í heiminum þar sem minnst er um þrælkun. Ástæðan er sögð mikil hagsæld, landfræðileg einangrun og sterkar stofnanir. Á Íslandi eru þó sögð til staðar dæmi um þrælkun, flest tengd kynlífsþrælkun en einnig í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa hitt marga sem hún telur að hafi verið hagnýttir á ýmsan hátt, til dæmis fólk sem vinni myrkranna á milli fyrir lítil laun. „Þannig að ég held ég verði að taka undir að það sé til staðar þrælkun á Íslandi,“ segir hún. Margrét segir margar útgáfur þrælkunar til staðar hér á landi og þekkir dæmi þar sem menn hafa gifst erlendum konum og selt þær í vændi. Þá segir hún til að fólk komi hingað til lands í gegnum millilið, sem greiði einhverjum hérlendis fyrir að ganga í hjúskap með viðkomandi, sem skuldi þá bæði milliliðnum og makanum hérlendis þegar hingað er komið. Og dæmin eru enn fleiri. „Það hafa til dæmis komið til mín ungmenni sem hafa verið hér á au pair leyfum en verið látin vinna jafnvel fullan vinnudag annars staðar og ekki fengið launin heldur hafa vinnuveitendurnir tekið þau.“ Samkvæmt skýrslunni þurfa Íslendingar meðal annars að bæta löggjöf sína þannig að hún nái yfir öll afbrigði nútímaþrælkunar, tryggja réttindi útlendinga á vinnumarkaði og efla möguleika til rannsókna á þrælkun. Margrét segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað felist í mansali og tilkynni ef grunur leikur á að illa sé farið með fólk. „Það virðist vera að það sé alltaf einhver tilbúinn að notfæra sér aðra ef það er aðstöðumunur, en svo eru líka alltaf einhverjir sem vilja hjálpa. Það er nú það góða,“ segir Margrét. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu Walk Free Foundation er Ísland meðal tíu landa í heiminum þar sem minnst er um þrælkun. Ástæðan er sögð mikil hagsæld, landfræðileg einangrun og sterkar stofnanir. Á Íslandi eru þó sögð til staðar dæmi um þrælkun, flest tengd kynlífsþrælkun en einnig í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa hitt marga sem hún telur að hafi verið hagnýttir á ýmsan hátt, til dæmis fólk sem vinni myrkranna á milli fyrir lítil laun. „Þannig að ég held ég verði að taka undir að það sé til staðar þrælkun á Íslandi,“ segir hún. Margrét segir margar útgáfur þrælkunar til staðar hér á landi og þekkir dæmi þar sem menn hafa gifst erlendum konum og selt þær í vændi. Þá segir hún til að fólk komi hingað til lands í gegnum millilið, sem greiði einhverjum hérlendis fyrir að ganga í hjúskap með viðkomandi, sem skuldi þá bæði milliliðnum og makanum hérlendis þegar hingað er komið. Og dæmin eru enn fleiri. „Það hafa til dæmis komið til mín ungmenni sem hafa verið hér á au pair leyfum en verið látin vinna jafnvel fullan vinnudag annars staðar og ekki fengið launin heldur hafa vinnuveitendurnir tekið þau.“ Samkvæmt skýrslunni þurfa Íslendingar meðal annars að bæta löggjöf sína þannig að hún nái yfir öll afbrigði nútímaþrælkunar, tryggja réttindi útlendinga á vinnumarkaði og efla möguleika til rannsókna á þrælkun. Margrét segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað felist í mansali og tilkynni ef grunur leikur á að illa sé farið með fólk. „Það virðist vera að það sé alltaf einhver tilbúinn að notfæra sér aðra ef það er aðstöðumunur, en svo eru líka alltaf einhverjir sem vilja hjálpa. Það er nú það góða,“ segir Margrét.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira