Innlent

Enn eitt útkallið vegna neyðarblysa í gærkvöldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír björgunarsveitarbátar voru sendir út til leitar í gærkvöldi eftir að tiklynningar bárust um neyðarblys, sem sást á lofti í mynni Skerjafjarðar, að því er virtist.

Þegar leitin stóð sem hæst lýstist himininn skyndilega upp yfir leitarbátunum af öðru neyðarblysi, sem virtist hafa verið skotið upp í grennd við skolpdælustöðina á sunnanverðu Seltjarnarnesi.

Þar sem engin neyðartilkynning hafði borist og því blysi hafði greinilega verið skotið á loft frá landi, var leit hætt og lögreglu tilkynnt um málið, en hún fann ekki gerendurna.

Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem leit er gerð á Faxaflóa vegna tilkynninga um neyðarblys á lofti, án tilefnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×