Innlent

Staðin að búðarhnupli á Selfossi

Kona var handtekin í verslun á Selfossi í gærkvöldi þar sem hún reyndi óvenjulega aðferð við búðarhnupl. Hún hafði annarsvegar tekið dýrar vörur til handargagns, og hinsvegar ýmislegt matarkyns til daglegs brúks.

Við kassann farmvísaði hún dýru vörunum, sagðist hafa keypt þær en ætlaði að skila þeim, og nota svo andvirðið til að greiða fyrir dagvörurnar. En þegar hún gat ekki farmvísað kvittunum fyrir dýru vörunum , kvíknuðu grunsemdir sem leilddu til handtökunnar. Konan er grunuð um að hafa leikið þetta áður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×