Innlent

Uppsagnir vofa yfir hjá RÚV

Jakob Bjarnar skrifar
Starfsmenn RÚV eru margir hverjir uggandi um sinn hag.
Starfsmenn RÚV eru margir hverjir uggandi um sinn hag.
Verulegur uggur er meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins nú er nálgast mánaðarmót – menn óttast uppsagnir.

Páll Magnússon ritaði starfsfólki bréf í upphafi mánaðar þar sem hann greinir frá því að nýtt fjárlagafrumvarp rýri afkomu RÚV um rúmlega 260 milljónir króna. Þó framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins hækki á nýju fjárlagafrumvarpi í krónum talið, og er 3,5 milljarðar, metur Páll það svo, meðal annars með vísan til skertra auglýsingatekna. Páll segir raunverulega hagræðingarkröfu 7 prósent meðan reyndar menntamálaráðuneytið metur það sem 5 prósent. Þessu þarf að mæta með niðurskurði og og lang stærsti útgjaldaliðurinn er mannahald.

Boðað var að niðurstöður og áætlanir um hvernig bregðast skuli við þessu ættu að liggja fyrir nú um mánaðarmótin næstu. Samkvæmt heimildum Vísis ríkir mikil óvissa meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna þessarar stöðu en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Pál Magnússon útvarpsstjóra vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×