Íslenskur vikur á leið til Mars? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 19:55 Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira