Íslenskur vikur á leið til Mars? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 19:55 Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Svo gæti farið að íslenskur vikur verði um borð í fyrsta mannaða leiðangrinum til Mars. Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki kemur að verkefni þar sem reynt að þróa hagkvæma lausn við fæðu- og súrefnisþörf fyrstu Marsfaranna. Mannaður leiðangur til Mars verður næsta stóra skref í geimsögu mannkyns. Ferðin tekur um átta mánuði og ljóst er að það þarf nóg af súrefni og næringu fyrir ferðalangana. Vísindamenn reyna nú að finna lausn á þessu vandamáli og ORF líftækni í Grindavík tekur þátt í þessu verkefni. Síðustu ár hefur ORF líftækni þróað nýstárlega aðferð til að framleiða prótein úr fræjum byggplöntunnar sem síðan eru notuð í snyrtivörur og til líf- og læknisfræðirannsókna vítt og breitt um heiminn. Verkefnið hefur vakið mikla athygli enda eru tilraunir ORF líftækni einstakar.Norska tæknifyrirtækið Lumigreen er á meðal þeirra sem fylgst hefur með störfum ORF og tók á dögunum höndum saman við nýsköpunarfyrirtækið. Í hátæknigróðurhúsi ORF við Grindavík er nú að finna einstaka tilraun þar sem vatnsræktun byggs fer fram í íslenskum vikri og það undir díóðulömpum.Verkefnið er hluti af langtímaáætlun geimferðastofnana í Bandaríkjunum og Evrópu um plönturæktun í geimnum og er nauðsynlegur liður í fyrirhuguðum leiðangri til rauðu plánetunnar. Díóður, eða LED-ljós, nota margfalt minni orku en hefðbundnir lampar og er því ákjósanleg leið til að næra geimfara. „Norsararnir hafa gert mjög merkilega tilraunir og uppgötvanir á þessu sviði,“ segir Björn L. Örvar, frkvstj. rannsókna- og vöruþróunarsviðs hjá ORF líftækni. „Þeir hafa viljað athuga hvort að þetta sé raunhæft í praxis hjá okkur og hvort að þetta bjóði upp á frekari rannsóknir í þágu geimvísindanna.“ Niðurstöður verkefnisins gætu orðið til þess að draga úr orkukostnaði hjá ORF líftækni sem og að auka afkastagestu í ræktun á fermetra.„Menn hafa áhuga á að fara einfaldar leiðir, með einföld ræktunarskilyrði með því að nota vikur og engan jarðveg, til að skera úr um hvort að þetta sé hægt í geimnum.“„Við höfum þróað þessa vaxtaþætti fyrir húðvörur, þannig að maður veit aldrei hvernig þetta endar.“ Sp. blm. Þannig að við eigum von á að sjá íslenska vikur á leið til Mars? „Ég vona það,“ segir Björn.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira