Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar útbreytt vandamál Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 16. október 2013 14:37 Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar. Þetta kemur fram í könnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna. Þar segir að algengt sé að gerendur í kynferðislegri áreitni séu karlkyns. Þeir sem stóðu að könnuninni segja að ljóst sé að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál innan lögreglunnar og hún beinist frekar og mun oftar að konum innan lögreglunnar. Niðurstöður leiða það í ljós að þrjár af hverjum tíu konum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt oftar en en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum. Kynferðislega áreitnin virðist því sjaldnast vera aðeins eitt tilvik, heldur eitthvað sem gerist oft. Í könnuninni segir að gerendur innan lögreglunnar séu oftast karlkyns samstarfsmenn, en einnig sé það algengt að karlkyns yfirmenn áreiti undirmenn sína með slíkum hætti. Fjórðungur lögreglumanna þekkir einhvern í lögreglunni sem hefur verið áreittur kynferðislega af samstarfsmanni eða yfirmanni, sem gefur til kynna að fyrirbærið sé félagslega viðtekinn hluti af menningu lögreglunnar. Það mætti ætla þar sem svo margir vita af slíkri áreitni að það yrði eitthvað gert í því, en svo er ekki. Svör lögreglumanna í könnuninni og viðtöl gefa vísbendingar um að lögreglan og lögreglumenn séu aðgerðarlaus gagnvart vandanum. Þá segir að ljóst sé að menningin innan lögreglunnar sé mjög óvinveitt konum. Valdahlutföllum, konum ekki í hag, er viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki er komið fram við konur af faglegri virðingu sem allir eiga skilið. Það hversu margar konur upplifa þessa áreitni og segja frá henni í könnuninni vísar til þess að konur eru meðvitaðar um þessa stöðu sína, og kæmi því ekki á óvart að kynferðisleg áreitni útskýrði að einhverju leiti brotthvarfi kvenna frá lögreglunni segir ennfremur í könnun um vinnumenningu innan lögreglunnar. Tengdar fréttir Jafnréttisáætlun lögreglunnar endurskoðuð Embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir könnun á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna síðast liðið vor. 16. október 2013 14:20 Einelti innan lögreglunnar Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns 16. október 2013 14:27 Konum vantreyst innan lögreglunnar Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla. 16. október 2013 14:33 Konur fá ekki stöðuhækkanir í lögreglunni Framgangur kvenna innan lögreglunnar er mjög hægur. Konur upplifa að þær muni ekki ná framgangi í starfi líkt og karlar. 16. október 2013 14:24 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla. Konur verða frekar og oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar. Þetta kemur fram í könnun sem embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna. Þar segir að algengt sé að gerendur í kynferðislegri áreitni séu karlkyns. Þeir sem stóðu að könnuninni segja að ljóst sé að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál innan lögreglunnar og hún beinist frekar og mun oftar að konum innan lögreglunnar. Niðurstöður leiða það í ljós að þrjár af hverjum tíu konum hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt oftar en en tvisvar sinnum, á undangengnum sex mánuðum. Kynferðislega áreitnin virðist því sjaldnast vera aðeins eitt tilvik, heldur eitthvað sem gerist oft. Í könnuninni segir að gerendur innan lögreglunnar séu oftast karlkyns samstarfsmenn, en einnig sé það algengt að karlkyns yfirmenn áreiti undirmenn sína með slíkum hætti. Fjórðungur lögreglumanna þekkir einhvern í lögreglunni sem hefur verið áreittur kynferðislega af samstarfsmanni eða yfirmanni, sem gefur til kynna að fyrirbærið sé félagslega viðtekinn hluti af menningu lögreglunnar. Það mætti ætla þar sem svo margir vita af slíkri áreitni að það yrði eitthvað gert í því, en svo er ekki. Svör lögreglumanna í könnuninni og viðtöl gefa vísbendingar um að lögreglan og lögreglumenn séu aðgerðarlaus gagnvart vandanum. Þá segir að ljóst sé að menningin innan lögreglunnar sé mjög óvinveitt konum. Valdahlutföllum, konum ekki í hag, er viðhaldið með kynferðislegri áreitni og ekki er komið fram við konur af faglegri virðingu sem allir eiga skilið. Það hversu margar konur upplifa þessa áreitni og segja frá henni í könnuninni vísar til þess að konur eru meðvitaðar um þessa stöðu sína, og kæmi því ekki á óvart að kynferðisleg áreitni útskýrði að einhverju leiti brotthvarfi kvenna frá lögreglunni segir ennfremur í könnun um vinnumenningu innan lögreglunnar.
Tengdar fréttir Jafnréttisáætlun lögreglunnar endurskoðuð Embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir könnun á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna síðast liðið vor. 16. október 2013 14:20 Einelti innan lögreglunnar Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns 16. október 2013 14:27 Konum vantreyst innan lögreglunnar Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla. 16. október 2013 14:33 Konur fá ekki stöðuhækkanir í lögreglunni Framgangur kvenna innan lögreglunnar er mjög hægur. Konur upplifa að þær muni ekki ná framgangi í starfi líkt og karlar. 16. október 2013 14:24 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jafnréttisáætlun lögreglunnar endurskoðuð Embætti ríkislögreglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir könnun á vinnumenningu meðal starfandi lögreglumanna síðast liðið vor. 16. október 2013 14:20
Einelti innan lögreglunnar Einelti er útbreitt vandamál innan lögreglunnar. Einn af hverjum fimm lögreglumönnum segist hafa orðið fyrir einelti í lögreglunni, og flestir segja af hendi yfirmanns 16. október 2013 14:27
Konum vantreyst innan lögreglunnar Konur í lögreglunni eru meðvitaðar um að staða karla í lögreglunni sé betri en kvenna. Meirihluti kvenna gerir sér grein fyrir því að karlar og konur hafi ekki jafna möguleika innan lögreglunnar og tvær af hverjum þremur finnst stundum, oft eða alltaf komið öðruvísi fram við þær en karla. 16. október 2013 14:33
Konur fá ekki stöðuhækkanir í lögreglunni Framgangur kvenna innan lögreglunnar er mjög hægur. Konur upplifa að þær muni ekki ná framgangi í starfi líkt og karlar. 16. október 2013 14:24