Innlent

Vænleg noðurljósaspá um helgina

Það sást lítið til Norðurljósa í gær.
Það sást lítið til Norðurljósa í gær. Mynd/Vilhelm
Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru sviknir um norðurljós í gærkvöld. Skýjabakki lagði yfir höfuðborgarsvæðið í gær og kom í veg fyrir gott norðurljósaútsýni. Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína niður að Sæbraut í gær til að njóta norðurljósa en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Hægviðri er spáð næstu daga á landinu öllu. Ferðahelgi er framundan hjá mörgum en vetrarleyfi er í grunnskólum Reykjavíkurborgar fyrir og eftir helgi.

Norðurljósaspá fyrir föstudag og laugardag er mjög vænleg víða um land. Léttskýjað verður víða um land. Áhugamenn um norðurljós ættu því að koma sér vel fyrir um helgina.

 


Tengdar fréttir

Ekki sást vel til norðurljósa

Slökkt var á ljósum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í kvöld eins og fram hefur komið á Vísi. Ljós voru einnig slökkt á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×