Áhyggjufullir læknanemar minna á sig Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2013 15:11 Fjóla Dögg Sigurðardóttir formaður Félags læknanema. Frá því var sagt á Vísi í morgun að Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar sagði á þingi í gær að hún hafi vaknað þá um nóttina við hljóð frá símanum sem sem sagði henni að tölvupóstar væru að berast. Þá höfðu um 200 íslenskir læknanemar á Íslandi, Danmörku, Ungverjalandi, Slóvakíu, Eistlandi og Póllandi sent Alþingismönnum tölvupósta og voru flestir þeirra undir heitinu: „Ég kýs sterkt heilbrigðiskerfi, hvað kýst þú?“ Í tölvupóstinum voru nemarnir að senda Alþingismönnum ákall um að gera gangskör í heilbrigðismálum. Fjóla segir íslenska læknanema um allan heim hafa áhuggjur af stöðu mála hér á Íslandi. Þessi leið var notuð til að vekja athygli á því að um stóran hóp fólks er að ræða. „Þegar fjárlögin voru kynnt leituðu læknanemar erlendis til okkar því þau höfðu miklar áhyggjur af því að umbætur innan heilbrigðiskerfisins væru ekki á dagskrá miðað við fyrstu tillögu fjárlaga. Við ákváðum að láta slag standa og sýna að við erum ekki einn einstaklingur eða lítill hópur, heldur er þetta mikill og stór hópur verðandi fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hefur mikla áhyggjur af þróun mála. Þessi leið bauð líka upp á að allir gætu tekið þátt á eigin forsendum,“ segir Fjóla Dögg Sigurðardóttir formaður Félags læknanema. Félag læknanema ásamt formönnum íslenskra læknanema erlendis settu fram hugmynd sem læknanemarnir gátu breytt og sent eigin útgáfu af. „Læknanemar hafa miklar áhyggjur og við teljum mjög mikilvægt að Landspítalinn og heilbrigðiskerfið fái meira fjármagn. Án aukins fjármagns verður lítið hægt að gera til að byggja upp þjónustuna og fáir sem sjá fram á að geta starfað hérlendis. Landspítalinn er í dag ekki samkeppnishæfur spítölum erlendis varðandi vinnuaðstæður, kjör og tækjabúnað sem gerir það að verkum að fólk getur síður hugsað sér að starfa hér. Af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Fjóla. Tengdar fréttir Vakin upp á táknrænan hátt - Landspítalann vantar þrjá milljarða "Landspítalann vantar rúma þrjá milljarða á þessu ári og á næsta ári til þess að geta sinnt lögbundinni þjónustu af öryggi.“ Þetta kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. 16. október 2013 07:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Frá því var sagt á Vísi í morgun að Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar sagði á þingi í gær að hún hafi vaknað þá um nóttina við hljóð frá símanum sem sem sagði henni að tölvupóstar væru að berast. Þá höfðu um 200 íslenskir læknanemar á Íslandi, Danmörku, Ungverjalandi, Slóvakíu, Eistlandi og Póllandi sent Alþingismönnum tölvupósta og voru flestir þeirra undir heitinu: „Ég kýs sterkt heilbrigðiskerfi, hvað kýst þú?“ Í tölvupóstinum voru nemarnir að senda Alþingismönnum ákall um að gera gangskör í heilbrigðismálum. Fjóla segir íslenska læknanema um allan heim hafa áhuggjur af stöðu mála hér á Íslandi. Þessi leið var notuð til að vekja athygli á því að um stóran hóp fólks er að ræða. „Þegar fjárlögin voru kynnt leituðu læknanemar erlendis til okkar því þau höfðu miklar áhyggjur af því að umbætur innan heilbrigðiskerfisins væru ekki á dagskrá miðað við fyrstu tillögu fjárlaga. Við ákváðum að láta slag standa og sýna að við erum ekki einn einstaklingur eða lítill hópur, heldur er þetta mikill og stór hópur verðandi fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hefur mikla áhyggjur af þróun mála. Þessi leið bauð líka upp á að allir gætu tekið þátt á eigin forsendum,“ segir Fjóla Dögg Sigurðardóttir formaður Félags læknanema. Félag læknanema ásamt formönnum íslenskra læknanema erlendis settu fram hugmynd sem læknanemarnir gátu breytt og sent eigin útgáfu af. „Læknanemar hafa miklar áhyggjur og við teljum mjög mikilvægt að Landspítalinn og heilbrigðiskerfið fái meira fjármagn. Án aukins fjármagns verður lítið hægt að gera til að byggja upp þjónustuna og fáir sem sjá fram á að geta starfað hérlendis. Landspítalinn er í dag ekki samkeppnishæfur spítölum erlendis varðandi vinnuaðstæður, kjör og tækjabúnað sem gerir það að verkum að fólk getur síður hugsað sér að starfa hér. Af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Fjóla.
Tengdar fréttir Vakin upp á táknrænan hátt - Landspítalann vantar þrjá milljarða "Landspítalann vantar rúma þrjá milljarða á þessu ári og á næsta ári til þess að geta sinnt lögbundinni þjónustu af öryggi.“ Þetta kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. 16. október 2013 07:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Vakin upp á táknrænan hátt - Landspítalann vantar þrjá milljarða "Landspítalann vantar rúma þrjá milljarða á þessu ári og á næsta ári til þess að geta sinnt lögbundinni þjónustu af öryggi.“ Þetta kom fram í máli Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. 16. október 2013 07:45