Innlent

Íslenskum verkfræðingum í Noregi fjölgaði um 308%

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Anton Brink
Á síðustu fjórum árum hefur íslenskum verkfræðingum búsettum í Noregi fjölgað um 308%. Íslenskum tæknifræðingum í Noregi hefur á sama tímabili fjölgað um 275%. Verkfræðingafélag Íslands greinir frá þessu.

Ísland fær þann vafasama heiður að hafa hlutfallslega mesta aukningum hjá báðum þessum hópum í fjölda þeirra sem hafa kosið að flytja til Noregs. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði norska tímaritsins Tekna.

Skortur hefur verið á verk- og tæknifræðingum í Noregi. Á árunum 2010-2012 fluttu 4200 verk- og tæknifræðingar til Noregs víðs vegar að úr heiminum. Samtals eru 15 þúsund verk- og tæknifræðingar búsettir í Noregi og þeim fjölgaði um 40% á tveggja ára tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×