Íslenski boltinn

Hafsteinn Briem genginn til liðs við Fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafsteinn Briem í leik með Val árið 2012
Hafsteinn Briem í leik með Val árið 2012 mynd / valli
Knattspyrnumaðurinn Hafsteinn Briem er genginn til liðs við Fram frá HK.

Hafsteinn gerir þriggja ára samning við Safamýrapilta.

Leikmaðurinn lék með Val árið 2012 en gekk í raðir Hauka fyrir  síðasta tímabil og lék með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Hafsteinn er 22 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá HK en hann mun vera fyrsti leikmaðurinn sem Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari Fram, fær til liðsins.

Þrír leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Framara að undanförnu en Kristinn Ingi Halldórsson gekk í raðir Valsmanna á dögunum, Almarr Ormarsson samdi við KR í vikunni og Samuel Hewson verður í herbúðum FH-inga á næsta tímabili.

Hafsteinn á leiki að baki með U-17 og U-19 landsliðum Íslands og ætti að styrkja lið Fram umtalsvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×