Íslenski boltinn

Viðar Örn á reynslu til Celtic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson mynd / vilhelm
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, er á leiðinni á reynslu til skosku meistaranna í Celtic en þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við vefsíðuna 433.is.

Leikmaðurinn fór strax eftir tímabilið á reynslu til norska liðsins Vålerenga en Viðar var frábær með Fylkismönnum á tímabilinu og skoraði 13 mörk.

Celtic er lang stærsta liðið í skosku úrvalsdeildinni ásamt Rangers og því um mjög stórt tækifæri að ræða fyrir leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×