Innlent

Vilja nota rándýru holuna - skora á SUS í mýrarbolta

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Við erum tilbúin hvenær sem er, við leggjum þetta í þeirra hendur. Við verðum að finna einhver not fyrir þessa rándýru holu okkar,“ segir Bjarni.
„Við erum tilbúin hvenær sem er, við leggjum þetta í þeirra hendur. Við verðum að finna einhver not fyrir þessa rándýru holu okkar,“ segir Bjarni. mynd/Daníel
Stjórn Ungra vinstri grænna (UVG) skorar á stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) í mýrarbolta í holunni þar sem hús íslenskra fræða átti að rísa.

Bjarni Þóroddsson, talsmaður UVG, segir að nú þegar framkvæmdir eru komnar á ís vegna niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem lagði áherslu á þjóðmenningu, er kominn stór reitur sem enginn veit hvað á að gera við.

Því hafi þau hug á að spila mýrarbolta, sem hljóti að teljast það menningarlegasta sem hægt er að gera við núverandi aðstæður.

„Við erum tilbúin hvenær sem er, við leggjum þetta í þeirra hendur. Við verðum að finna einhver not fyrir þessa rándýru holu okkar,“ segir Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×