Gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 18. október 2013 19:00 Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira