Gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 18. október 2013 19:00 Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Sjá meira