Innlent

Halldór flytur lögheimili - Á leið í prófkjörsslag?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenska sveitarfélaga, hefur fengið heimild til að víkja tímabundið frá störfum sem bæjarfulltrúi Ísafjarðabæjar. Halldór er að flytja lögheimili sitt frá Ísafirði til Reykjavíkur og þarf því að víkja úr bæjarstjórn. BB greinir frá þessu í dag.

Það þykir renna stoðum undir þann orðróm undir að Halldór muni sækjast eftir oddvitasæti í prófkjöri borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. Halldór hefur þrálátlega verðið orðaður við prófkjörsslag á síðustu vikum.

Samkvæmt frétt BB er beiðni Halldórs einn af þeim lausu endum sem þurfi að hnýta áður en hann geti tekið ákvörðun um það hvort hann fari í framboð eður ei. Hann vonast til að komast að niðurstöðu innan skamms.

Guðfinna Hreiðarsdóttir, eiginkona Halldórs, fékk einnig heimild til að víkja tímabundið frá störfum sem bæjarfulltrúi.


Tengdar fréttir

Þorbjörg Helga í oddvitaslag í borginni

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Hún hyggst leggja höfuðáherslu á fjármál borgarinnar og menntamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×