Innlent

80 skátar settu nýtt met í heitum potti

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það var þétt setið í heita pottinum í Laugaskarði í gær.
Það var þétt setið í heita pottinum í Laugaskarði í gær. Mynd/Guðmundur Pálsson
Líklega var sett nýtt met í sundlauginni í Laugaskarði, Hveragerði í gær þegar 80 skátar yfirfylltu nuddpott laugarinnar sem venjulega rúmar aðeins 10 sundlaugargesti.

Gjörningurinn var hluti af setningarathöfn skátamótsins Smiðjudagar sem hófust í Hveragerði í gærkvöldi og stendur mótið yfir fram á sunnudag. Samkvæmt hefð fer setningarathöfn mótsins fram í sundlaug þess bæjarfélags sem er gestgjafi hverju sinni.

Liðlega 200 skátar á aldrinum 14-18 ára eru samankomnir í Hveragerði til að skemmta sér saman þessa helgi. Mikið verður um dýrðir því Smiðjudagar eru nú haldnir í tuttugusta skiptið. Af því tilefni verður eldri skátum og almenningi boðið að taka þátt í afmæliskvöldvöku sem fram fer í Grunnskólanum í Hveragerði í dag laugardag kl. 21.00.

Andri Týr Kristleifsson mótsstjóri hvetur sitt fólk til að þjappa sér í pottinn.Mynd/Guðmundur Pálsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×