Innlent

Erill hjá lögreglunni í nótt

Lögreglumaður við skyldustörf féll í götuna á hjóli sínu í gærkvöldi.
Lögreglumaður við skyldustörf féll í götuna á hjóli sínu í gærkvöldi. Mynd/Pjetur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mikið um ölvun á almannafæri. Frá miðnætti og þar til klukkan tuttugu mínútur í sex í morgun voru sextíu og fjögur útköll hjá lögreglunni. Tíu gistu fangageymslur, flestir vegna ölvunarástands.

Af einstökum málum má nefna að fjórir ökumenn voru teknir úr umferð vegna akturs undir áhrifum. Tveir voru í fíkniefnavímu og tveir ölvarðir. Þá var tilkynnt um tvær líkamsárásir. Í öðru tilvikinu var um átök á milli gesta og heimilisfólks en í hinu á milli sambýlinga, að sögn lögreglu. 

Rétt eftir miðnætti varð umferðaróhapp á Eiríksgötu þegar lögreglumaður við skyldustörf á féll í götuna af mótorhjóli sínu. Maðurinn varð fyrir áverkum í andliti og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. 

Um tuttugu mínútum síðar varð bílvelta í Jaðarseli. Ökumaður og farþegi ákváðu að fara sjálfir á slysadeild en bifreiðin var mikið skemmd og þurfti að flytja hana með dráttarbíl af vettvangi. 

Og um klukkan kortér í tvö í nótt þurftu tveir dyraverðir á skemmtistað í Austurstræti að yfirbuga mann sem veittist að þeim með vasahníf, engan sakaði í snerrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×