Innlent

Reyndu að fela fíkniefni fyrir lögreglu

Mynd/VIlhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tvo karlmenn sem voru með umtalsvert magn fíkniefna í fórum sínum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir hafi verið staddir í stofu þegar lögreglumenn bar að garði. Lá annar þeirra sofandi í sófa, en hinn var að reyna að vekja hann. Þegar það tókst og hann settist upp kom í ljós poki með kannabisefnum, hvítt fíkniefni í umbúðum og nokkrar töflur í sófanum þar sem hann hafði legið.

Meðan lögreglumenn voru að ræða við manninn sáu þeir að félagi hans lét poka með hvítu efni falla undir annan sófa sem hann sat í. Við öryggisleit á þeim síðarnefnda fundu lögreglumenn brúsa sem innihélt piparúða. Annar mannanna átti óafplánaða vararefsingu og var hann færður í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×