Innlent

Bílvelta í Kömbunum

Mynd/Anton
Bíll valt á Hellisheiði, í Kömbunum, á þriðja tímanum í dag. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang þá var ökurmaðurinn með skerta meðvitund. Hann var einn á ferð og komst fljótlega til meðvitundar.

Klippa þurfti manninn út úr bílnum og var hann að því búnu fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir frekari rannsóknir. Ekki er talið að maðurinn sé alvarlega slasaður.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um orsök slyssins. Maðurinn er á þrítugsaldri. Bíllinn er ónýtur eftir slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×