Innlent

Biskup vígir nýtt orgel í Vídalínskirkju

Jóhann Baldvinsson organisti æfir á nýja orgelið.
Jóhann Baldvinsson organisti æfir á nýja orgelið. Mynd/Vídalínskirkja
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, mun á morgun vígja nýtt orgel og predika við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju í Garðabæ. Hljóðfærið er 20 radda og smíðað hjá Björgvin Tómassyni orgelsmið á Stokkseyri. Hann hefur smíðað á fjórða tug orgela sem sum hver teljast með fegurstu hljóðfærum landsins.



Mikil þörf hefur verið í langan tíma fyrir nýtt orgel í Garðabæ. Í mars sl. var ýtt úr vör íbúaátaki til að safna fé til kaupa á nýju orgeli í kirkjuna sem einnig gæti nýst tónlistarfólki bæjarins. Söfnunin hefur gengið vel og skipuðu tíu af öflugustu fyrirtækjum Garðabæjar sér við hlið Orgelnefndarinnar sem bakhjarlar átaksins. Garðabær hefur einnig stutt myndarlega við verkefnið enda mun hljóðfærið nýtast Tónlistarskóla bæjarins.

Segja má að nú sé búið að afla fjármagns fyrir smíði á hljóðfærinu en enn er verið að safna fyrir mörgum af þeim 1144 pípum sem skrýða orgelið. Það er gert á þann hátt að bæjarbúar, félagasamtök og fyrirtæki kaupa og gefa pípurnar eða leggja til upphæð að eigin vali.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×