Staða barna með málþroskaraskanir: "Tjáskipti eru mannréttindi" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. október 2013 18:45 Eins og við sögðum frá í vikunni hefur borgarstjórn samþykkt tillögu um að borgin taki við málefnum barna með málþroskaraskanir af ríkinu í þeim tilgangi að koma þjónustunni inn í skóla og leikskóla. Hátt í 500 börn bíða nú eftir talþjónustu og er biðtíminn rúmlega ár. Þórunn Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur kveðst viss um að margir væru tilbúnir að færa þjónustuna inn í skólana. „Samkvæmt skýrslu sem gerð var gerð um stöðu barna með tal- og málþroskafrávik, sem kom út í fyrra, þá var það niðurstaðan að foreldrar óska eftir að fá þjónustuna inn í nærumhverfi barnanna,“ segir hún. Þórunn gerir ráð fyrir að aukinn kostnaður myndi fylgja því að færa þjónustuna inn í skólana. „Og það þarf að tryggja að það sé hægt að sinna nægilega mörgum börnum og það sé aðstaða til staðar í skólunum og leikskólunum. Það eru ýmiss konar úrlausnaratriði sem á eftir að ræða.“ Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sinnti greiningu barna með alvarleg frávik í málþroska til ársins 2006 en síðan þá hefur engin ein stofnun séð um að sinna þessum börnum og segir Þórunn heildarskipulag vanta. Langur biðtími sé alvarlegt vandamál en gera megi ráð fyrir að hann styttist með væntanlegri tilkomu fleiri talmeinafræðinga í stéttina. Á næsta ári fer fram alheimsátak, International Communications Project og mun það teygja anga sína til Íslands. „Átakið felst í að gera ráðamenn meðvitaða um að tjáskipti eru mannréttindi,“ segir Þórunn að lokum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Eins og við sögðum frá í vikunni hefur borgarstjórn samþykkt tillögu um að borgin taki við málefnum barna með málþroskaraskanir af ríkinu í þeim tilgangi að koma þjónustunni inn í skóla og leikskóla. Hátt í 500 börn bíða nú eftir talþjónustu og er biðtíminn rúmlega ár. Þórunn Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur kveðst viss um að margir væru tilbúnir að færa þjónustuna inn í skólana. „Samkvæmt skýrslu sem gerð var gerð um stöðu barna með tal- og málþroskafrávik, sem kom út í fyrra, þá var það niðurstaðan að foreldrar óska eftir að fá þjónustuna inn í nærumhverfi barnanna,“ segir hún. Þórunn gerir ráð fyrir að aukinn kostnaður myndi fylgja því að færa þjónustuna inn í skólana. „Og það þarf að tryggja að það sé hægt að sinna nægilega mörgum börnum og það sé aðstaða til staðar í skólunum og leikskólunum. Það eru ýmiss konar úrlausnaratriði sem á eftir að ræða.“ Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sinnti greiningu barna með alvarleg frávik í málþroska til ársins 2006 en síðan þá hefur engin ein stofnun séð um að sinna þessum börnum og segir Þórunn heildarskipulag vanta. Langur biðtími sé alvarlegt vandamál en gera megi ráð fyrir að hann styttist með væntanlegri tilkomu fleiri talmeinafræðinga í stéttina. Á næsta ári fer fram alheimsátak, International Communications Project og mun það teygja anga sína til Íslands. „Átakið felst í að gera ráðamenn meðvitaða um að tjáskipti eru mannréttindi,“ segir Þórunn að lokum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira