Fótbolti

Guðlaugur Victor kemur inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lars Lagerback
Lars Lagerback mynd / stefán
Lars Lagerback, landsliðþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið landsliðshópinn sem verður til taks fyrir leikina gegn Kýpur og Norðmönnum í undankeppni HM sem fram fara 11. október á Laugardalsvelli og þann 15. október á Ullevål-vellinum í Noregi.

Leikurinn við Kýpur verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2014 en uppselt er á leikinn sem hefst kl. 18:45.

Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en baráttan er gríðarlega hörð.  Efsta sætið í riðlinum gefur öruggt sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu 2014.  Annað sætið í riðlinum gefur möguleika á umspilsleikjum sem fram fara í nóvember.

Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið valinn í landsliðshópinn fyrir leikina en hann hefur ekki áður verið valinn í A-landslið karla.

Eggert Gunnþór Jónsson er einnig valinn í hópinn að þessu sinni.

HópurinnMarkmenn

Gunnleifur Gunnleifsson

Hannes Þór Halldórsson

Haraldur Björnsson

Varnarmenn

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Kári Árnason

Eggert Gunnþór Jónsson

Ari Freyr Skúlason

Hallgrímur Jónasson

Kristinn Jónsson

Miðjumenn

Emil Hallfreðsson

Aron Einar Gunnarsson

Helgi Valur Daníelsson

Jóhann Berg

Birkir Bjarnason

Rúrik Gíslason

Ólafur Ingi Skúlason

Gylfi Þór Sigurðsson

Guðlaugur Victor Pálsson

Sóknarmenn

Eiður Smári Guðjohnsen

Kolbeinn Sigþórsson

Arnór Smárason

Alfreð Finnbogason






Fleiri fréttir

Sjá meira


×