Lífið

Sigmundur Davíð + Bjarni Ben = Ásgeir Kolbeins?

Ásgeir Kolbeinsson ásamt myndinni þar sem búið er að blanda Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni saman.
Ásgeir Kolbeinsson ásamt myndinni þar sem búið er að blanda Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni saman.
Farið hefur eins og eldur í sinu á facebook mynd þar sem búið er að setja andlit Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á höfuð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Þetta er gert með smáforriti sem kallast faceswap eða andlitsvíxl.

Margir eru sammála um að blandan af Sigmundi Davíð og Bjarna Ben líkist Ásgeiri Kolbeinssyni sjónvarpsmanni ískyggilega mikið.  

Ásgeir Kolbeinsson hélt meira að segja sjálfur að þetta væri mynd af honum.

„Fyrst þegar ég sá myndina í flýti hélt ég að þetta væri mynd af mér sem væri búið að blanda við mynd af einhverjum öðrum,“ segir Ásgeir.

En Ásgeir kemur hvergi nærri myndinni heldur virðist vera sem hann og forsætisráðherra með dökkt hár séu einfaldlega afar líkir.

„Já, ég held ég þurfi að fara að kynna mér ættfræðina betur,“ segir Ásgeir hlæjandi, „við erum reyndar skólabræður frá því í grunnskóla en ég hef ekki heyrt af því að fólk verði líkt við að stunda nám saman.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.