Innlent

Fimmtíu yfirheyrðir í vændiskaupamáli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rannsókn lögreglu á þessu umfangsmikla vændiskaupamáli miðar vel.
Rannsókn lögreglu á þessu umfangsmikla vændiskaupamáli miðar vel. mynd/getty
Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú yfirheyrt um fimmtíu meinta vændiskaupendur vegna rannsóknar á máli tæplega fertugrar lettneskrar konu, sem sögð er hafa stundað vændi hér á landi undir mismunandi nöfnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Fylgst hafði verið með henni um skeið, meðal annars vegna gruns um að hún stæði að flutningi ungra kvenna til landsins vegna vændisstarfsemi.

Konan var svo handtekin í lok ágústmánaðar ásamt íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa haft tekjur af vændisstarfseminni. Þau voru  úrskurðið í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Konan sætti síðan farbanni, en því hefur nú verið aflétt og er hún farin af landi brott.

Rannsókn lögreglu á þessu umfangsmikla vændiskaupamáli miðar vel, en yfirheyrslur standa enn yfir. Stefnt er að því að rannsókninni ljúki á næstu vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×