Fótbolti

Tvöfaldur sigur á Slóvökum

U-19 ára lið kvenna.
U-19 ára lið kvenna. mynd/ksí
Íslensk ungmennalandslið voru á sigurbraut í dag. U-17 ára lið karla og U-19 ára lið kvenna unnu þá bæði góða sigra á Slóvökum.

U-17 ára lið karla vann 4-2 sigur í undankeppni EM sem fram fer í Rússlandi. Ragnar Már Lárusson skoraði tvö mörk fyrir Ísland og þeir Albert Guðmundsson og Viktor Karl Einarsson komust einnig á blað.

Þetta var annar leikur Íslands í riðlinum en áður hafði liðið gert 3-3 jafntefli gegn Aserum. Lokaleikur Íslands í riðlinum fer svo fram á fimmtudaginn þegar leikið verður gegn gestgjöfum Rússa.

Stelpurnar í U-19 unnu stórsigur, 5-0. Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö mörk. Hildur Antonsdóttir, Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir voru einnig á skotskónum.

Stelpurnar eru búnar að vinna báða leiki sína í þessum undanriðli og spila úrslitaleik við Frakka um sigur í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×