Fótbolti

Fórnaði tönnunum til að stöðva skyndisókn | Myndband

Það verður ekki tekið af argentínska knattspyrnumanninum Gaspar Iniguez að hann fórnar sér fyrir liðið. Það sannaði hann í leik með liði sínu, Argentinos Juniors, gegn Boca Juniors um helgina. Þá fór hann með hausinn í tæklingu til þess að stöðva skyndisókn. Sú fórn var ekki lítil.

Iniguez missti nefnilega þrjár tennur í árekstrinum. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá fékk hann einnig að líta gula spjaldið fyrir "tæklinguna".

Þessi 19 ára strákur fór í aðgerð í gær og kemur vonandi fljótt aftur inn á völlinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×