"Við erum bara mjög venjuleg og horfum ekki á okkur sem fötluð“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. september 2013 19:15 Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira