Fótbolti

Victor og félagar fóru illa með Harkemase-strákana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í NEC eru komnir áfram í hollenska bikarnum eftir 8-0 stórsigur á Harkemase Boys í dag. NEC er þar með komið áfram í þriðju umferðina.

Harkemase Boys spilar í hollensku D-deildinni og því var ljóst að það yrði mikill getumunur á liðunum í þessum leik.

Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn en komst þó ekki á blað. Þjóðverjinn Christoph Hemlein skoraði þrennu fyrir NEC í kvöld og Austurríkismaðurinn Jakob Jantscher var með tvö mörk.

Íslendingaliðin AZ og Ajax spila á morgun í hollenska bikarnum en Heerenveen á ekki leik fyrr en á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×