Íslenski boltinn

KR-útvarpið blæs til sóknar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Höskuldur Höskuldsson og Bogi Ágústsson
Höskuldur Höskuldsson og Bogi Ágústsson
Í tilefni af 26. meistaratitli KR og fimmtánda starfsárs KR-útvarpsins mun stöðin blása til sóknar í vikunni.

KR-útvarpið mun því senda út á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og enda svo með 400. útsendingunni á laugardag.

Hér að neðan má sjá dagskrána næstu daga:

Miðvikudagur 25. september -  397. útsending

Klukkan 15:30 – 18:30

Upphitun fyrir leik ÍA-KR og Bjarni Felixson lýsir svo leiknum sem hefst klukkan 16:30

Umsjónarmenn: Þröstur Emilsson og Bjarni Felixson

Fimmtudagur 26. september – 398. útsending

Klukkan 20:00 – 22:00

Þátturinn Farið yfir Þröskuldinn. Farið yfir sumarið með Rúnari Kristinssyni, Bjarna Guðjónssyni og Kristni Kjærnested

Umsjónarmenn: Þröstur Emilsson og Höskuldur Kári Schram

Föstudagur 27. september -  399. útsending

Klukkan 20:00 – 22:00

Þátturinn Mögru árin

Umsjónarmenn: Baldur Stefánsson sem gerði allt vitlaust með GusGus, Gunnlaugur Jónsson, Kristján Finnbogason, Bjarnólfur Lárusson, Pétur Marteinsson og Sigþór Júliusson. Öðru nafni Lokomotiv

Laugardagur 28. september -  400. útsending

Hátíðardagskrá í tilefni 400 útsendingar KR-útvarpsins

Klukkan 08:00 – 10:00

Þátturinn Þar gala gaukar. Umsjónarmenn: Þröstur Emilsson og Óttarr Magni Jóhannsson

Klukkan 10:00 – 12:00

Þátturinn Tveir með öllu og mikið af steiktum. Umsjónarmenn: Höskuldur Þór Höskuldsson, Kristinn Kjærnested og Páll Sævar Guðjónsson

Klukkan 12:00 – 17:00

Landsliðið tekur upphitun fyrir leikinn við Fram og Bjarni Felixson lýsir svo leiknum klukkan 14:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×