Íslenski boltinn

Leikur ÍA og KR fer fram í Akraneshöllinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Völlurinn upp á Skipaskaga greinilega ekki í góðu standi í dag.
Völlurinn upp á Skipaskaga greinilega ekki í góðu standi í dag. mynd / hbg
Leikur ÍA og KR fer fram í Akraneshöllinni en hann fer fram klukkan 16:30.

Norðurálsvöllurinn hefur verið dæmdur óleikhæfur vegna úrhellis. Grasið ku vera óleikhæft og því hefur leikurinn verið færður inn í höll.

Þetta mun vera í annað sinn sem leikið er innanhús í sögu deildarinnar en leikur Fylkis og Grindavíkur fór fram í Kórnum vorið 2011.

Akraneshöllin er samþykktur leikvöllur með sæti fyrir 400 manns.

Hér að neðan er mynd úr höllinni.



Mynd / HBG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×