Fótbolti

Landsliðsmaður Búlgara féll á lyfjaprófi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yordan Minev.
Yordan Minev. Nordicphotos/Getty
Yordan Minev, varnarmaður búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið settur í keppnisbann af Alþjóðaknattpyrnusambandinu, FIFA.

Minev var annar tveggja landsliðsmanna Búlgara sem teknir voru í lyfjapróf eftir 2-1 sigur á Möltu í Valletta í undankeppni HM þann 10. september.

Í tilkynningu frá FIFA segir að ólögleg efni hafi fundist í sýni varnarmannsins sem spilar með Ludogorets Razgrad.

Bann varnarmannsins er þrjátíu dagar til að byrja með. Hann missir af leikjum Búlgara gegn Armeníu og Tékklandi í undankeppninni í október. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIFA innan tíðar og líklegt að Minev verði úrskurðaður í langt keppnisbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×