Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þór 1-2 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 28. september 2013 00:01 Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð. Eftir um það bil 27 mínútna leik skoraði Mark Tubæk mark sem að var einkar glæsilegt. Hann fékk sendingu innfyrir vörn Eyjamanna, losaði sig við manninn sinn og lagði boltann fagmannlega í fjær hornið þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Það var eins og að Eyjamenn væru ennþá í sjokki eftir fyrsta markið en Chuck skoraði þá skallamark einungis sex mínútum seinna eftir baneitraða sendingu frá Edin Besilja frá vinstri kantinum og var heimamönnum farið að lítast illa á blikuna. Víðir Þorvarðarson komst einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Ian Jeffs. Víðir lék framhjá markmanninum og lagði boltann með hægri fæti í autt markið og virtist það gefa Eyjamönnum ákveðið sjálfstraust. Í seinni hálfleik fóru Eyjamenn af stað af miklum krafti en þeir fengu hvert færið á fætur öðru, en eins og í sumar þá vatnaði alltaf gæði í seinustu snertingu og er það líklega ástæðan fyrir því hversu neðarlega í deildinni þeir eru. Besta færið fékk líklega Ian Jeffs þegar að honum tókst ekki að hitta rammann eftir skallasendingu frá Gunnari Má. Undir lokin sauð allt upp úr en í uppbótartíma fékk Matt Garner að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á leikmanni Þórs, Chuck var ekki sáttur með það og kastaði boltanum í Garner og var Ívar Orri dómari leiksins ekki lengi að sýna rauða spjaldið enda nýbúinn að veifa því framan í Bretann í liði Eyjamanna. Með þessum sigri lyftu Þórsarar sér í áttunda sætið sem að verður að teljast nokkuð ásættanlegt miðað við það hvernig tímabilið byrjaði. Eyjamenn sitja sem fastast í sjötta sæti deildarinnar en það er ekki það sem leikmenn Eyjaliðsins ætluðu sér fyrir tímabilið.Páll Viðar Gíslason: Það vilja allir enda á sigri „Jú ég held að öll liðin í deildinni vilji enda á sigri og við erum ekki nein undantekning og það er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir leik sinna manna í Þór gegn Eyjamönnum í blíðskaparveðri í dag. „Við komumst yfir snemma og bætum svo við öðru marki, við vörðumst svo það sem eftir var leiks og ætluðum að refsa þeim,“ bætti Páll við en hann var ánægður í leikslok. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið í sumar, þá verð ég að taka því sæti sem við lendum í svo framarlega sem að það eru ekki tvö neðstu,“ sagði Páll sem að sagðist þó hafa séð fyrir sér að klára tímabilið ofar á töflunni.Jón Gísli Ström: Fáum svona 50 færi „Mér fannst við vera betri allan leikinn, þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik en við fáum 50 færi í leiknum. Þetta einkennir sumarið okkar, við nýtum ekki færin okkar,“ sagði Jón Gísli framherji Eyjamanna eftir seinasta leik tímabilsins. Þetta var fyrsti leikur Jóns í byrjunarliði og stóð hann sig ágætlega. „Ég hefði viljað pota inn einu eða tveimur mörkum en þetta var allt í lagi.“ „Við erum ekki ánægðir með að enda svona neðarlega, við vildum meira. Það kom ekki leikur í sumar þar sem við vorum verri en andstæðingurinn,“ sagði Jón Gísli að lokum en hann bætti því einnig við að hann búist við því að verða áfram leikmaður Eyjamanna næsta sumar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð. Eftir um það bil 27 mínútna leik skoraði Mark Tubæk mark sem að var einkar glæsilegt. Hann fékk sendingu innfyrir vörn Eyjamanna, losaði sig við manninn sinn og lagði boltann fagmannlega í fjær hornið þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Það var eins og að Eyjamenn væru ennþá í sjokki eftir fyrsta markið en Chuck skoraði þá skallamark einungis sex mínútum seinna eftir baneitraða sendingu frá Edin Besilja frá vinstri kantinum og var heimamönnum farið að lítast illa á blikuna. Víðir Þorvarðarson komst einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Ian Jeffs. Víðir lék framhjá markmanninum og lagði boltann með hægri fæti í autt markið og virtist það gefa Eyjamönnum ákveðið sjálfstraust. Í seinni hálfleik fóru Eyjamenn af stað af miklum krafti en þeir fengu hvert færið á fætur öðru, en eins og í sumar þá vatnaði alltaf gæði í seinustu snertingu og er það líklega ástæðan fyrir því hversu neðarlega í deildinni þeir eru. Besta færið fékk líklega Ian Jeffs þegar að honum tókst ekki að hitta rammann eftir skallasendingu frá Gunnari Má. Undir lokin sauð allt upp úr en í uppbótartíma fékk Matt Garner að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á leikmanni Þórs, Chuck var ekki sáttur með það og kastaði boltanum í Garner og var Ívar Orri dómari leiksins ekki lengi að sýna rauða spjaldið enda nýbúinn að veifa því framan í Bretann í liði Eyjamanna. Með þessum sigri lyftu Þórsarar sér í áttunda sætið sem að verður að teljast nokkuð ásættanlegt miðað við það hvernig tímabilið byrjaði. Eyjamenn sitja sem fastast í sjötta sæti deildarinnar en það er ekki það sem leikmenn Eyjaliðsins ætluðu sér fyrir tímabilið.Páll Viðar Gíslason: Það vilja allir enda á sigri „Jú ég held að öll liðin í deildinni vilji enda á sigri og við erum ekki nein undantekning og það er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir leik sinna manna í Þór gegn Eyjamönnum í blíðskaparveðri í dag. „Við komumst yfir snemma og bætum svo við öðru marki, við vörðumst svo það sem eftir var leiks og ætluðum að refsa þeim,“ bætti Páll við en hann var ánægður í leikslok. „Miðað við hvernig þetta hefur gengið í sumar, þá verð ég að taka því sæti sem við lendum í svo framarlega sem að það eru ekki tvö neðstu,“ sagði Páll sem að sagðist þó hafa séð fyrir sér að klára tímabilið ofar á töflunni.Jón Gísli Ström: Fáum svona 50 færi „Mér fannst við vera betri allan leikinn, þeir fá tvö færi í fyrri hálfleik en við fáum 50 færi í leiknum. Þetta einkennir sumarið okkar, við nýtum ekki færin okkar,“ sagði Jón Gísli framherji Eyjamanna eftir seinasta leik tímabilsins. Þetta var fyrsti leikur Jóns í byrjunarliði og stóð hann sig ágætlega. „Ég hefði viljað pota inn einu eða tveimur mörkum en þetta var allt í lagi.“ „Við erum ekki ánægðir með að enda svona neðarlega, við vildum meira. Það kom ekki leikur í sumar þar sem við vorum verri en andstæðingurinn,“ sagði Jón Gísli að lokum en hann bætti því einnig við að hann búist við því að verða áfram leikmaður Eyjamanna næsta sumar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira