Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór 3-1 Eyþór Atli Einarsson á Samsung-vellinum skrifar 12. september 2013 08:35 Halldór Orri skoraði í kvöld. Tíu Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Þórsara nokkuð sannfærandi á teppinu í Garðabænum í kvöld. Það sást strax í upphafi að gestirnir ætluðu að selja sig dýrt og þeir börðust eins og grenjandi ljón í fyrri hálfleik. Baráttan skilaði sér snemma og skoraði Ármann Pétur Ævarsson mark strax á fjórðu mínútu. Mikill darraðadans var í teig heimamanna og náðu bæði lið í sameiningu að skalla á milli í það minnsta fimm sinnum þangað til boltinn hrökk fyrir fætur Ármanns Péturs sem lagði hann með vinstri í fjærhornið og Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar gat lítið við því gert. Stjörnumenn náðu ágætist tökum á leiknum eftir markið en fátt var um alvöru færi, þó eitt og eitt hafi litið dagsins ljós, eða rökkur næturinnar, eftir því hvernig á það er litið. Vendipunktur leiksins var líklega á 35. mínútu þegar Usain Bolt Norðanmanna, Jóhann Helgi Hannesson tók á rás í kapphlaupi við Martin Rauschenberg, sem líkja má við Ben Johnson fyrir lyfjamisferlið, um boltann. Jóhann Helgi byrjaði fimm metrum aftar og var fljótur að hlaupa Rauschenberg uppi og komst á undan í boltann. Daninn sá sér ekki neinn annan valkost en að þruma Jóhann Helga niður og hlaut að launum rautt spjald frá góðum dómara leiksins Viljálmi Alvari. Margir hefðu haldið að þetta myndi virka sem vítamínssprauta fyrir gestina en þvert á móti. Stjörnumenn snéru leiknum algjörlega í sínar hendur og skoruðu á 43. mínútu. Þar var að verki Garðar Jóhannsson. Hann skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Veigari Páli. Boltinn virtist hafa farið í gegnum klof Joshua Wicks í marki Þórs. Það leið ekki langur tími þar til þeir bláklæddu bættu við öðru marki. Atli Jóhannsson tók þá aukaspyrnu frá miðjum vellinum. Hann sendi háan bolta inn í teiginn sem sveif yfir skarann. Eins og þruma úr heiðskýru var Halldór Orri mættur við endalínuna og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að fá boltann í sig og stýra honum í markið. Ekki þandi skotið netmöskvana en yfir línuna fór boltinn. 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri. Stjarnan hafði þó enn undirtökin og náðu gestrnir ekki að finna glufu í gegnum vörn Stjörnunnar, sem leidd var eins og hersveit af Michael Præst. Heimamenn náðu þó að bæta við einu marki áður en flautað var til leiks. Það var á 84. mínútu. Bakvörðurinn Robert Sandnes fékk þá boltann einn á auðum sjó við vítateig Þórsara, eftir sendingu frá Garðari Jóhannssyni. Hann lék í átt að markinu og mundaði stórfínan vinstri fót sinn og lagði boltann framhjá Kananum. 3-1 og verðskuldaður sigur Stjörnunnar í höfn. Leikurinn var hin mesta skemmtun. Fullt af færum, rautt spjald, syngjandi glaðir stuðningsmenn og allir sáttir. Bæði lið spiluðu ágætis fótbolta en geta Stjörnumanna er mun meiri en Þórsara og það sást í kvöld. Þeir réðu lögum og lofum einum færri meira og minna allan leikinn. Michael Præst stjórnaði varnarleik Stjörnunnar í kvöld og gerði það með stakri prýði. Miðjan var mjög sterk og sóknarmennirnir ætíð ógnandi. Þórsarar sýndu mikla baráttu og sköpuðu sér nokkur mjög góð færi og voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Ingi Freyr Hilmarsson átti fínan dag sem og Jóhann og Jóhann í framlínunni. Nú þurfa þeir að girða sig í brók fyrir næsta leik því hann mun skipta sköpum í baráttu þeirra um viðverurétt í deild þeirra bestu. Stjarnan aftur á móti heldur enn í vonina að landa Íslandsmeistaratitlinum.Logi Ólafs: Við ætlum að vera ellefu í næsta leik „Við vorum frekar daufir í dálkinn í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera með ágætis tök á leiknum og nokkra möguleika fannst mér við vera nokkuð rólegir í tíðinni. Það sýndi sig mest í markinu sem við fáum á okkur sem og í atvikinu þegar Martin fær rauða spjaldið. Mér fannst hann vera nokkuð á undan honum þegar þeir leggja af stað en hann hefur misreiknað þetta eitthvað. Við komum þó sterkir til baka og það er mjög gott,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnumanna eftir sigur á Þór í kvöld. „Við höfum verið svolítið lagnir við það að koma hlutunum þannig fyrir að við komum okkur í smá vandræði og þurfum að hafa mikið fyrir þessu. Við viljum náttúrulega þurfa að hafa mikið fyrir þessu og leggja okkur meira fram en andstæðingurinn og standa uppi sem sigurvegarar að leik loknum. Menn vakna þó stundum upp við vondan draum þegar staðan er orðin sú að vera manni færri. Við höfum gert þetta áður og það er gott en það var líka gott að vita að Þór hefur ekki riðið feitum hesti frá sínum viðureignum þegar þeir eru manni fleiri,“ sagði Logi en Martin Rauschenberg var rekinn út af á 35. mínútu leiksins og léku heimamenn manni færri bróðurpart leiksins. „Við ætlum nú að vera ellefu í næsta leik, í það minnsta byrja þannig. Ég veit nú ekki hvað þetta er. Líklega einhver tilraun til þess að sjá hvað maður þarf að leggja mikið á sig til að vinna. Þó að þetta spjald hafi verið rétt finnst okkur við hafa fengið of mikið af rauðum spjöldum af rangri sök. Við viljum þó vera með fullskipað lið, það er alveg ljóst.“ „Við héldum okkur við skipulagið þó að við lentum manni færri. Veigar og Garðar eru stórhættulegir frammi. Þeir unnu virkilega vel og halda boltanum vel. Bjuggu til mark þannig að það er oft ekki betra að pakka í vörn einum færri.“ „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í sumar þannig að það er enginn hausverkur að menn séu að koma úr banni. Martin verður í banni í næsta leik og því þurfum við að gera tilfærslur þar,“ sagði Logi.Páll Viðar Gíslason: Veldur miklu meira en bara svefntruflunum „Ég er fyrst og fremst sár með við fáum á okkur þessi tvö mörk. Við vorum að berjast fyrir hvern annan í boxinu en það sjá það allir að við þessi mörk sem við fáum á okkur að það er enginn tilbúinn að taka ábyrgð. Menn líta bara á hvern annan og það er kannski þess vegna sem við bættum við miðverði en það gekk því miður ekki eftir,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við töpuðum þessum leik klárlega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að leysa þetta í síðari hálfleik þó að þar hafi nú verið betri spilamennska. Þeir eru sterkir og klókir Stjörnumennirnir og unnu sanngjarnan sigur í kvöld. Þeir eru nú 20-30 stigum fyrir ofan okkur.“ „Ég er búinn að leita og leita að skýringum á varnarleiknum og breytt miklu, sumum finnst breytingarnar kannski hafa verið of margar. En það er ástæðan fyrir því að ég byrjaði með þrjá miðverði í dag til þess að vera í það minnsta með fleiri menn í teignum. Við vorum líklega með tíu menn á meðan þeir voru með tvo þegar eitt markið kemur og menn taka ekki ábyrgð og horfa á hvern annan. Það er kannski okkar saga að við kunnum ekki að vinna.“ „Við höfum lent í því í sumar að fá mörg færi í hverjum leik þrátt fyrir að vera ekki að hala inn stigum. Ætli það sé ekki einn leikur í sumar sem við höfum ekki náð að skora í en að sama skapi erum við að leka þeim inn hinu megin. Við skoruðum eitt í dag en gáfum aulamark og þetta er farið að valda manni miklu meira en bara svefntruflunum.“ „Auðvitað hefur maður áhyggjur. Manni þykir vænt um þetta félag og það er eins með strákana. Auðvitað viljum við halda okkur uppi og það er enginn alvöru Þórsari sem er tilbúinn að endurtaka leikinn frá 2011 og falla. Þannig að auðvitað veldur það manni áhyggjum þegar við erum að fá á okkur svona ódýr mörk þrátt fyrir að vera búinn að fjölga í vörninni.“ „Við verðum að nýta næstu daga vel því leikurinn á sunnudaginn gegn Keflavík er 25 stiga leikur. Við ætlum ekki bara að reyna að vinna þann leik heldur er það skylda,“ sagði Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Tíu Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Þórsara nokkuð sannfærandi á teppinu í Garðabænum í kvöld. Það sást strax í upphafi að gestirnir ætluðu að selja sig dýrt og þeir börðust eins og grenjandi ljón í fyrri hálfleik. Baráttan skilaði sér snemma og skoraði Ármann Pétur Ævarsson mark strax á fjórðu mínútu. Mikill darraðadans var í teig heimamanna og náðu bæði lið í sameiningu að skalla á milli í það minnsta fimm sinnum þangað til boltinn hrökk fyrir fætur Ármanns Péturs sem lagði hann með vinstri í fjærhornið og Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar gat lítið við því gert. Stjörnumenn náðu ágætist tökum á leiknum eftir markið en fátt var um alvöru færi, þó eitt og eitt hafi litið dagsins ljós, eða rökkur næturinnar, eftir því hvernig á það er litið. Vendipunktur leiksins var líklega á 35. mínútu þegar Usain Bolt Norðanmanna, Jóhann Helgi Hannesson tók á rás í kapphlaupi við Martin Rauschenberg, sem líkja má við Ben Johnson fyrir lyfjamisferlið, um boltann. Jóhann Helgi byrjaði fimm metrum aftar og var fljótur að hlaupa Rauschenberg uppi og komst á undan í boltann. Daninn sá sér ekki neinn annan valkost en að þruma Jóhann Helga niður og hlaut að launum rautt spjald frá góðum dómara leiksins Viljálmi Alvari. Margir hefðu haldið að þetta myndi virka sem vítamínssprauta fyrir gestina en þvert á móti. Stjörnumenn snéru leiknum algjörlega í sínar hendur og skoruðu á 43. mínútu. Þar var að verki Garðar Jóhannsson. Hann skoraði með góðu skoti eftir sendingu frá Veigari Páli. Boltinn virtist hafa farið í gegnum klof Joshua Wicks í marki Þórs. Það leið ekki langur tími þar til þeir bláklæddu bættu við öðru marki. Atli Jóhannsson tók þá aukaspyrnu frá miðjum vellinum. Hann sendi háan bolta inn í teiginn sem sveif yfir skarann. Eins og þruma úr heiðskýru var Halldór Orri mættur við endalínuna og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að fá boltann í sig og stýra honum í markið. Ekki þandi skotið netmöskvana en yfir línuna fór boltinn. 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri. Stjarnan hafði þó enn undirtökin og náðu gestrnir ekki að finna glufu í gegnum vörn Stjörnunnar, sem leidd var eins og hersveit af Michael Præst. Heimamenn náðu þó að bæta við einu marki áður en flautað var til leiks. Það var á 84. mínútu. Bakvörðurinn Robert Sandnes fékk þá boltann einn á auðum sjó við vítateig Þórsara, eftir sendingu frá Garðari Jóhannssyni. Hann lék í átt að markinu og mundaði stórfínan vinstri fót sinn og lagði boltann framhjá Kananum. 3-1 og verðskuldaður sigur Stjörnunnar í höfn. Leikurinn var hin mesta skemmtun. Fullt af færum, rautt spjald, syngjandi glaðir stuðningsmenn og allir sáttir. Bæði lið spiluðu ágætis fótbolta en geta Stjörnumanna er mun meiri en Þórsara og það sást í kvöld. Þeir réðu lögum og lofum einum færri meira og minna allan leikinn. Michael Præst stjórnaði varnarleik Stjörnunnar í kvöld og gerði það með stakri prýði. Miðjan var mjög sterk og sóknarmennirnir ætíð ógnandi. Þórsarar sýndu mikla baráttu og sköpuðu sér nokkur mjög góð færi og voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Ingi Freyr Hilmarsson átti fínan dag sem og Jóhann og Jóhann í framlínunni. Nú þurfa þeir að girða sig í brók fyrir næsta leik því hann mun skipta sköpum í baráttu þeirra um viðverurétt í deild þeirra bestu. Stjarnan aftur á móti heldur enn í vonina að landa Íslandsmeistaratitlinum.Logi Ólafs: Við ætlum að vera ellefu í næsta leik „Við vorum frekar daufir í dálkinn í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera með ágætis tök á leiknum og nokkra möguleika fannst mér við vera nokkuð rólegir í tíðinni. Það sýndi sig mest í markinu sem við fáum á okkur sem og í atvikinu þegar Martin fær rauða spjaldið. Mér fannst hann vera nokkuð á undan honum þegar þeir leggja af stað en hann hefur misreiknað þetta eitthvað. Við komum þó sterkir til baka og það er mjög gott,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Stjörnumanna eftir sigur á Þór í kvöld. „Við höfum verið svolítið lagnir við það að koma hlutunum þannig fyrir að við komum okkur í smá vandræði og þurfum að hafa mikið fyrir þessu. Við viljum náttúrulega þurfa að hafa mikið fyrir þessu og leggja okkur meira fram en andstæðingurinn og standa uppi sem sigurvegarar að leik loknum. Menn vakna þó stundum upp við vondan draum þegar staðan er orðin sú að vera manni færri. Við höfum gert þetta áður og það er gott en það var líka gott að vita að Þór hefur ekki riðið feitum hesti frá sínum viðureignum þegar þeir eru manni fleiri,“ sagði Logi en Martin Rauschenberg var rekinn út af á 35. mínútu leiksins og léku heimamenn manni færri bróðurpart leiksins. „Við ætlum nú að vera ellefu í næsta leik, í það minnsta byrja þannig. Ég veit nú ekki hvað þetta er. Líklega einhver tilraun til þess að sjá hvað maður þarf að leggja mikið á sig til að vinna. Þó að þetta spjald hafi verið rétt finnst okkur við hafa fengið of mikið af rauðum spjöldum af rangri sök. Við viljum þó vera með fullskipað lið, það er alveg ljóst.“ „Við héldum okkur við skipulagið þó að við lentum manni færri. Veigar og Garðar eru stórhættulegir frammi. Þeir unnu virkilega vel og halda boltanum vel. Bjuggu til mark þannig að það er oft ekki betra að pakka í vörn einum færri.“ „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í sumar þannig að það er enginn hausverkur að menn séu að koma úr banni. Martin verður í banni í næsta leik og því þurfum við að gera tilfærslur þar,“ sagði Logi.Páll Viðar Gíslason: Veldur miklu meira en bara svefntruflunum „Ég er fyrst og fremst sár með við fáum á okkur þessi tvö mörk. Við vorum að berjast fyrir hvern annan í boxinu en það sjá það allir að við þessi mörk sem við fáum á okkur að það er enginn tilbúinn að taka ábyrgð. Menn líta bara á hvern annan og það er kannski þess vegna sem við bættum við miðverði en það gekk því miður ekki eftir,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við töpuðum þessum leik klárlega í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að leysa þetta í síðari hálfleik þó að þar hafi nú verið betri spilamennska. Þeir eru sterkir og klókir Stjörnumennirnir og unnu sanngjarnan sigur í kvöld. Þeir eru nú 20-30 stigum fyrir ofan okkur.“ „Ég er búinn að leita og leita að skýringum á varnarleiknum og breytt miklu, sumum finnst breytingarnar kannski hafa verið of margar. En það er ástæðan fyrir því að ég byrjaði með þrjá miðverði í dag til þess að vera í það minnsta með fleiri menn í teignum. Við vorum líklega með tíu menn á meðan þeir voru með tvo þegar eitt markið kemur og menn taka ekki ábyrgð og horfa á hvern annan. Það er kannski okkar saga að við kunnum ekki að vinna.“ „Við höfum lent í því í sumar að fá mörg færi í hverjum leik þrátt fyrir að vera ekki að hala inn stigum. Ætli það sé ekki einn leikur í sumar sem við höfum ekki náð að skora í en að sama skapi erum við að leka þeim inn hinu megin. Við skoruðum eitt í dag en gáfum aulamark og þetta er farið að valda manni miklu meira en bara svefntruflunum.“ „Auðvitað hefur maður áhyggjur. Manni þykir vænt um þetta félag og það er eins með strákana. Auðvitað viljum við halda okkur uppi og það er enginn alvöru Þórsari sem er tilbúinn að endurtaka leikinn frá 2011 og falla. Þannig að auðvitað veldur það manni áhyggjum þegar við erum að fá á okkur svona ódýr mörk þrátt fyrir að vera búinn að fjölga í vörninni.“ „Við verðum að nýta næstu daga vel því leikurinn á sunnudaginn gegn Keflavík er 25 stiga leikur. Við ætlum ekki bara að reyna að vinna þann leik heldur er það skylda,“ sagði Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira