Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur Ó. - KR 0-1 Kári Viðarsson í Ólafsvík skrifar 12. september 2013 08:47 Grétar fagnar sigurmarki sínu. mynd/þröstur KR-ingar tóku þrjú stig með heim í vesturbæinn eftir 1-0 baráttusigur á Víkingi Ólafsvík á hlandblautum Víkingsvelli í dag. Það var skallamark Grétars Sigfinns Sigurðarsonar sem skildi liðin að en heimamenn voru síst lakari aðilinn í leiknum. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað þar sem það tók bæði lið góðann tíma að venjast vellinum í Ólafsvík, en hann var eins og blautur svampur í dag. Besta færi leiksins kom eftir rúmann stundarfjórðung þegar Bjarni Guðjónsson sendi hárfína sendindingu inn fyrir vörn Víkinga á Gary Martin sem komst einn gegn Einari en fór illa með færið. Heimamenn voru duglegri að koma sér í fínar stöður á vellinum en þegar kom að því að klára með skoti fóru skotin framhjá eða reyndust lítil áskorun fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Staðan því 0-0 í hálfleik. Eina mark leiksins leit dagsins ljós snemma í fyrri hálfleik. Eftir snarpa sókn gestanna fékk Atli Sigurjónsson boltann á vinstri kantinum. Hann sendi þvínæst hnitmiðaða sendingu beint á rennblauta pönnuna á Grétari Sigfinni Sigurðarsyni sem stangaði knöttinn af alefli í netið og staðan 0-1 fyrir KR-inga. Eftir markið settu heimamenn allt sitt púður í að jafna leikinn en máttu sín lítils gegn varnarmúr KR-inga. KR-ingar voru hættulegir í skyndisóknum sínum og komust nokkrum sinnum í dauðafæri en Einar, markvörður Víkinga, var í ógnarmiklu stuði og hreinlega lokaði markinu trekk í trekk. Leiknum lauk með sigri gestanna sem sitja sem fastasta á toppi deildarinnar. Víkingsmenn þurfa hinsvegar nauðsynlega á sigrum að halda í næstu leikjum, ætli þeir sér að spila í úrvalsdeild að ári liðnu.Ejub: Ég er ánægður með þennan leik ,,Mér fannst við alls ekki lakari aðilinn í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir markið var þetta erfiðara. Heilt yfir fannst mér við skapa fleiri færi, vera meira með boltann og spila betur" Aðspurður um slaka skotnýtingu sinna manna hafði Ejub þetta að segja: ,,Það sem einkennir lið sem eru í þessari stöðu er kannski að menn finna meira fyrir pressunni. Þetta er líka bara reynsluleysi en við verðum að vona að menn fari bráðum að skora." Sagði Ejub Purisevic, Þjálfari Víkinga í leikslok.Grétar: Við vorum klókir ,,Við leyfðum þeim kannski aðeins að vera með boltann en við nýttum okkur vel þeirra veikleika og vorum klókir í þessum leik." Grétar vildi ekki meina að KR-ingar væru með aðra hönd á bikarnum ,,Nei nei, Það eru nokkrir leikir eftir og við tökum einn leik í einu bara. Þetta er búið að vera KR sumar og auðvitað er maður vongóður en við höldum okkur ennþá á jörðinni," sagði Grétar Sigfinnur SigurðarsonRúnar: Engin meistaraheppni ,,Þessi sigur leggst gríðarlega vel í mig. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við unnum vel og skoruðum markið sem skipti máli" Aðspurður um hvort hin margumtalaða meistaraheppni fylgdi KR-ingum þessa dagana hafði Rúni þetta að segja: ,,Nei þetta er ekki heppni, bara gæði í liðinu. Menn eru búnir að vinna vinnuna sína vel, eru þolinmóðir og að lokum kom bara gæðamunurinn á liðunum í ljós. Þetta var mikilvægur sigur en mótið er langt frá því að vera búið og við fögnum ekki strax," sagði Rúnar Kristinsson, hress þjálfari KR-inga. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
KR-ingar tóku þrjú stig með heim í vesturbæinn eftir 1-0 baráttusigur á Víkingi Ólafsvík á hlandblautum Víkingsvelli í dag. Það var skallamark Grétars Sigfinns Sigurðarsonar sem skildi liðin að en heimamenn voru síst lakari aðilinn í leiknum. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað þar sem það tók bæði lið góðann tíma að venjast vellinum í Ólafsvík, en hann var eins og blautur svampur í dag. Besta færi leiksins kom eftir rúmann stundarfjórðung þegar Bjarni Guðjónsson sendi hárfína sendindingu inn fyrir vörn Víkinga á Gary Martin sem komst einn gegn Einari en fór illa með færið. Heimamenn voru duglegri að koma sér í fínar stöður á vellinum en þegar kom að því að klára með skoti fóru skotin framhjá eða reyndust lítil áskorun fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Staðan því 0-0 í hálfleik. Eina mark leiksins leit dagsins ljós snemma í fyrri hálfleik. Eftir snarpa sókn gestanna fékk Atli Sigurjónsson boltann á vinstri kantinum. Hann sendi þvínæst hnitmiðaða sendingu beint á rennblauta pönnuna á Grétari Sigfinni Sigurðarsyni sem stangaði knöttinn af alefli í netið og staðan 0-1 fyrir KR-inga. Eftir markið settu heimamenn allt sitt púður í að jafna leikinn en máttu sín lítils gegn varnarmúr KR-inga. KR-ingar voru hættulegir í skyndisóknum sínum og komust nokkrum sinnum í dauðafæri en Einar, markvörður Víkinga, var í ógnarmiklu stuði og hreinlega lokaði markinu trekk í trekk. Leiknum lauk með sigri gestanna sem sitja sem fastasta á toppi deildarinnar. Víkingsmenn þurfa hinsvegar nauðsynlega á sigrum að halda í næstu leikjum, ætli þeir sér að spila í úrvalsdeild að ári liðnu.Ejub: Ég er ánægður með þennan leik ,,Mér fannst við alls ekki lakari aðilinn í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir markið var þetta erfiðara. Heilt yfir fannst mér við skapa fleiri færi, vera meira með boltann og spila betur" Aðspurður um slaka skotnýtingu sinna manna hafði Ejub þetta að segja: ,,Það sem einkennir lið sem eru í þessari stöðu er kannski að menn finna meira fyrir pressunni. Þetta er líka bara reynsluleysi en við verðum að vona að menn fari bráðum að skora." Sagði Ejub Purisevic, Þjálfari Víkinga í leikslok.Grétar: Við vorum klókir ,,Við leyfðum þeim kannski aðeins að vera með boltann en við nýttum okkur vel þeirra veikleika og vorum klókir í þessum leik." Grétar vildi ekki meina að KR-ingar væru með aðra hönd á bikarnum ,,Nei nei, Það eru nokkrir leikir eftir og við tökum einn leik í einu bara. Þetta er búið að vera KR sumar og auðvitað er maður vongóður en við höldum okkur ennþá á jörðinni," sagði Grétar Sigfinnur SigurðarsonRúnar: Engin meistaraheppni ,,Þessi sigur leggst gríðarlega vel í mig. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við unnum vel og skoruðum markið sem skipti máli" Aðspurður um hvort hin margumtalaða meistaraheppni fylgdi KR-ingum þessa dagana hafði Rúni þetta að segja: ,,Nei þetta er ekki heppni, bara gæði í liðinu. Menn eru búnir að vinna vinnuna sína vel, eru þolinmóðir og að lokum kom bara gæðamunurinn á liðunum í ljós. Þetta var mikilvægur sigur en mótið er langt frá því að vera búið og við fögnum ekki strax," sagði Rúnar Kristinsson, hress þjálfari KR-inga.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira