Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina og tveir stærstu leikirnir voru á sunnudeginum þar sem Liverpool vann Manchester United og Arsenal fagnaði sigri í Norður-London slagnum á móti Tottenham.
Liverpool er eitt á toppnum með fullt hús (9 stig) og hreint mark (Markatala 3-0) þökk sé sigurmarki frá Daniel Sturridge þriðja leikinn í röð.
Frakkinn Olivier Giroud tryggði Arsenal 1-0 sigur á Tottenham en Tottenham var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína 1-0.
Það er hægt að finna gott yfirlit yfir atburði helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi eða með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
