Enski boltinn

Messan: United vantar skapandi miðjumann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Séra Guðmundur Benediktssos, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson fóru vel í gegnum þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Messunni í gær.

Stórleikur Liverpool og Manchester United var krufinn til mergjar í gær kvöldi en Liverpool er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Englandsmeistararnir eru aðeins með fjögur stig.

Liverpool vann leikinn 1-0 og höfðu sérfræðingarnir ekki mikið álit á frammistöðu leikmanna Manchester United um helgina.

Þrír leikmenn liðsins voru til að mynda í „Alls ekki liði helgarinnar“ að mati þeirra.

Hér að ofan má sjá myndskeið úr Messunni sem fram fór á Stöð 2 Sport 2 í gær en þátturinn verður á mánudagskvöldum í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×