Innlent

Norðurljós og eldgos góð í markaðssetningu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður ferðamálasamtaka á höfuðborgarsvæðinu
Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður ferðamálasamtaka á höfuðborgarsvæðinu Mynd/Stefán Karlsson
Ferðamálasamtök á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir kaupstefnunni Hittumst! á morgun. Á kaupstefnunni hittist fagfólk í ferðaþjónustunni á Íslandi, fær fræðslu og miðlar upplýsingum sín á milli. Einnig er hægt að stunda viðskipti, fá tilboð og bóka ferðir.

Þetta er í þriðja skipti sem Hittumst! er haldið og hefur orðið gríðarleg aukning í þátttöku sem rímar við fjölgun í starfsstéttinni.

Lögð verður sérstök áhersla á vetrarferðaþjónustu í ár og samkvæmt Ingibjörgu Guðmundsdóttur, formanni Ferðamálasamtaka á höfuðborgarsvæðinu, hefur fjöldi ferðamanna á veturna aukist gríðarlega síðustu ár.



„Síðasta vetur varð eiginlega sprenging sem kom mörgum að óvörum. Ísland er eitt af þessum norðurljósalöndum í heiminum en við þurfum að vera á tánum og passa upp á vöruþróunina. Til dæmis er farið að selja norðurljósasiglingar um Faxaflóann og á Grundarfirði er hægt að skoða hvali og sjá norðurljósin í leiðinni. Síðasta vetur komu um tvö þúsund Bretar á Grundarfjörð í þeim tilgangi. Okkar yndislega jörð og yndislegu eldgos hjálpa til við markaðssetninguna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að selja upplifun,“ segir Ingibjörg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×