Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit yfir alla leikina inn á Sjónvarpsvef Vísis.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham komust upp í þriðja sætið eftir sigur á erkifjendunum í Arsenal, Shinji Kagawa skoraði þrennu fyrir Manchester United sem náði fimmtán stiga forskoti á toppnum og Luis Suárez er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar eftir þrennu sína í 4-0 útisigri Liverpool á Wigan.
Umferðin klárast í kvöld með leik Aston Villa og Manchester City hér fyrir neðan má sjá tengla á svipmyndir frá þeim leikjum sem lokið er í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Svipmyndir frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina:
Chelsea - West Bromwich 1-0
Everton - Reading 3-1
Manchester United - Norwich 4-0
Southampton - Queens Park Rangers 1-2
Stoke - West Ham 0-1
Sunderland - Fulham 2-2
Swansea - Newcastle 1-0
Wigan - Liverpool 0-4
Tottenham - Arsenal 2-1

