Enski boltinn

Höfnuðu 25 milljóna punda boði United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ander Herrera.
Ander Herrera. Nordicphotos/Getty
Forsvarsmenn Athletic Bilbao segjast hafa hafnað 25 milljóna punda tilboði í miðjumanninn Ander Herrera.

Fjölmiðlar á Spáni fullyrða að Manchester United hafi gert umrætt tilboð í spænska miðjumanninn sem á að baki yngri landsleiki fyrir þjóð sína.

Baskinn hóf feril sinn hjá Real Zaragoza áður en hann skipti yfir í Bilbao árið 2011.

United hefur horft til Spánar eftir miðjumönnum í sumar. Félagið missti af Thiago Alcantara sem gekk í raðir Bayern München og Cesc Fabregas sem verður um kyrrt hjá Barcelona.

David Moyes vildi ekki staðfesta á blaðamannafundi í dag hvort United hefði gert tilboð í Herrera. Hann lagði áherslu á að félagið ræddi ekki um félagaskipti sín fyrr en þau væru gengin í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×